Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa, ungur að árum, kynnst Jesú Kristi.

Ég er viss um að mitt mesta gæfuspor í lífinu var þegar elsti bróðir minn fór með mig á drengjafund í KFUM, þegar ég var 6 ára. Foreldrar mínir voru ekkert "meira" trúaðir en gerist og gengur. Mér var þó kennt að signa mig þegar ég fór í hreina nærskyrtu og fara með alþekktar barnabænir, meira var það ekki. Ég man ekki eftir því að farið væri í kirkju eða talað um trúna á heimilinu.

Séra Friðrik Friðriksson, sá mikli mannvinur og öðlingur, stofnaði KFUM hér í Reykjavík í ársbyrjun 1899. Sá mjói vísir varð upphaf blessunar fyrir marga, já þúsundir þegar tímar liðu.  Ég er einn þeirra sem nutu góðs af.  Kjarninn í boðskap séra Friðriks var persóna og kenning Jesú Krists. Nú 60 árum eftir að ég kynntist KFUM og var kennt að líta til Jesú Krists sem hins æðsta og göfugasta sem gengið hefur um þessa jörð, er ég sannfærðari en nokkru sinni að þar er grunnur hamingju minnar.

Í dag er þakklætið mér efst í huga. Mikil blessun hefur fallið mér og fjölskyldu minni í skau vegna áhrifanna frá Jesú. Það er enginn sem hann. Mannkærleikur, réttsýni, fyrirgefning, einurð, sannleikur, trú, von.... já allt þetta streymdi frá honum, og gerir enn, hann er jú upprisinn!

Ef ég á eitthvert heilræði fyrir þig sem þetta lest, þá er það þetta: Kynntu þér orð, verk og líf Jesú í einlægni og leyfðu öllu því góða sem þar er að finna að auðga líf þitt, styrkja trú þína á kærleika Guðs til þín og gefa þér  von sem nær út yfir gröf og dauða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega sönn orð hér á ferð.

KFUM hefur vissulega verið blessun fyrir marga og margir sem hafa tekið sín fyrstu skref í því félagi.

Axel (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband