Færsluflokkur: Löggæsla

Steinasafn á Teigarhorni

Það er ánægjulegt að steinasafnið á Teigarhorni sé enn starfandi. Ég kom þarna við fyrir nokkrum árum og fékk að skoða steinasafnið sem þar var í einu útihúsanna. Þar voru margir glæsilegir steinar, einkum geilsasteinar.  Síðar frétti ég að einhver hvefði brotist inn í safnið (enginn bjó þá á staðnum) og stolið fallegustu steinunum, hugsanlega einver erlendur ferðamaður sem  síðan fór með steinana úr landi.  

Ég þarf að fara árlega austur á Hérað og ek þá gjarnan framhjá Teigarhorni. Ég hlakka til að koma þarna við á ný og skoða nýjustu safngripina. 


mbl.is Stór geislasteinn á Teigarhorni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott siðferði lifir ekki lengi ef þjóðin afkristnast

Trú á persónulegan Guð, sem stendur ekki á sama um hvernig við lifum, er hvatning til þess að vanda líf sitt og forðast að skaða aðra.  Það er ekki nóg að þekkja almennar kurteisisreglur og boðorðin tíu ef maður trúir ekki á Guð. Ef ég veit að ég verð að standa Guði reikningskil á lífi mínu og athöfnum, þá eru miklu meiri líkur á að ég leitist við að lifa siðferðilega góðu lífi, en ef ég er guðleysingi eða trúi á einhvern fjarlægan, ópersónulegan Guð sem er sama um hvernig ég lifi.

Þetta virðast  margir ekki hugsa útí. Þeir tala a.m.k. sjaldan um það.  Þetta er alvarlegt mál og verulegt áhyggjuefni. Ef unga kynslóðin lærir ekki að "óttast Guð sinn herra" -bera virðingu fyrir  boðum Guðs og óttast afleiðingar þess að brjóta þau- þá mun almennu siðferði hnigna smám saman, já, kannski miklu fyrr en við ímyndum okkur.  Greinileg merki þessarar þróunar blasa hvarvetna við í þjóðfélagi okkar. Ég ætla ekki að nefna dæmi í þetta sinn, þér koma sjálfum eflaust mörg í hug -fylgstu bara með fjölmiðlunum.

Foreldrar þurfa að kenna börnum sínum að trúa á Jesú Krist -hann er besta siðferðisfyrirmynd sem við eigum á þessari jörð. Það er ótvírætt.  Stjórnmálamenn þurfa að móta löggjöfina í anda hans.  Fjölmiðlarnir þurfa að bjóða upp á miklu meira af góðu kristilegu efni sem eflir gott siðferði. Ef ekki er minnt á Jesú og kenningu hans og fyrirmynd í fjölmiðlunum og af ráðamönnum, þá munu kristin áhrif dvína og menningunni hraka. Viljum við það? Það mun koma illa niður á okkur sjálfum að ég tali ekki um næstu kynslóðir. Ábyrgðin er okkar sem nú lifum og ráðum. Hugsum um þetta og gerum eitthvað í málinu.


Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband