Færsluflokkur: Útvarp

Sirrý hittir naglann á höfuðið


Ég hlustaði í morgun, eins og oft áður, á fréttaþáttinn â€œÍ bítið” á Bylgjunni. Þar var fjölmiðlakonan Sirrý (Sigríður Arnardóttir) í viðtali hjá Heimi og Kollu. Tilefnið var nýútkomin bók eftir Sirrý sem heitir “Laðaðu til þín það góða”. Afskaplega var ánægjulegt að hlusta á viðtalið við Sirrý. Hún lagði áherslu á jákvætt lífsviðhorf eins og þakklæti, bjartsýni, marksækni og almenna manngæsku. Það eina sem ég saknaði var að hún talaði um Jesú Krist! Í honum finn ég uppsprettu alls þess jákvæða sem hún var að tala um. Kannski hefur hún fundið þessi auðævi við að lesa Nýja testamentið...? Hver veit?

En hvað um það, hvatning hennar til hlustenda að vera þakklátir var frábær. Þakkaðu fyrir að geta dregið andann, þakkaðu fyrir ferska loftið (þótt stundum blási!), þakkaðu fyrir að þú skyldir geta farið á fætur í morgun, klætt þig og farið út, þakkaðu fyrir að eiga vini og svo margt annað.... Já þakkarefnin eru óteljandi. Við þurfum að temja okkur jákvæðan lífsstíl, sagði hún, ekki lifa í “holræsunum” –þ.e. vera sífellt kvartandi og möglandi, niðurdregin og svartsýn.... Það er svo margt gott til og ef við miðlum því góða, þá löðum við að okkur hið góða. Bros kallar á bros. Hlý orð vekja jákvæðni. Að fá er ávöxtur þess að gefa. Jesús orðaði það þannig: Gefið og yður mun gefið verða.

Við minntumst upprisu Jesú á nýliðnum páskum og Páll postuli hvetur okkur til að minnast Jesú Krists aftur og aftur, hans sem reis upp frá dauðum. Það er skynsamlegt að vera þakklátur og jákvæður, bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Líkami okkar framleiðir hvatann serótónín ef við erum jákvæð og glöð, en áhyggjur, kvíði og neikvæðni eyða því efni. Okkar er valið. Þannig séð er gæfa okkar á okkar eigin valdi. En lífsgleðin, jákvæðnin og upprisukrafturinn sem við sjáum hjá Jesú margfaldar þessi jákvæðu viðhorf hjá okkur. Kristið fólk er (eða hefur allar ástæður til að vera) “the happiest people on earth”. Hvað með þig og mig? Okkar er valið. Forsendan er fyrir hendi: við erum sköpuð af góðum Guði og eigum dásamlegan frelsara. Kristinn maður getur ekki annað en brosað við tilverunni. Stundum gleymum við okkur í mótbyr lífsins, en svo hrökkvum við “í gírinn” og minnumst þess að Guð er bara góður og lífið er dásamlegt.


Æ, hlífið okkur við öllum þessum blóts- og fúkyrðum í Skaupinu

Fjölskyldan situr og horfir á Skaupið, foreldrar og börn á ýmsum aldri. Þá skellur allt í einu á fólkinu slíkur flaumur formælinga að maður á ekki orð.  Er það þetta sem við viljum? Vilja foreldrar að slíkt dynji á börnum þeirra? Nei, það tel ég mjög ólíklegt. Flestir foreldrar vilja hafa fyrir börnum sínum það sem er gott afspurnar. Börnin eru varnarlaus fyrir þessum ósóma og foreldrarnir hafa kannski ekki uppburð í sér til að segja þeim að þetta sé ljótt orðbragð og að þau skuli ekki tala svona. Það þurfum við að gera.

Við eigum ekki að samþykkja allt sem kemur frá hinni opinberu "menningarstofnun". Okkar er að meta hlutina á gagnrýninn hátt og tjá álit okkar. Það er engin frekja, heldur skylda okkar. Það er ekkert "kúl" að sitja þegjandi undir flaumi blótsyrða og láta sem manni þyki það gott og gilt, ekki síst ef flutningur þess er kostaður af skattfé mínu og þínu.

Flestum sem teknir voru tali í Kringlunni í dag (Fréttir) sögðu að Skaupið hefði verið gott. Ég spyr: Fannst engum ástæða til að gera athugasemdir við blótsyrðin, eru þau bara sjálfsögð?  Nei, blótsyrði eru ekki sjálfsögð. Það er alveg hægt að tjá sig sterkt án blótsyrða. Blót er "billegt".  Það er flott þegar menn nota kjarngóð lýsingarorð til að tjá sig um það sem skiptir máli eða bragð er að.

Sem sagt: Stjórnvöld,  hættið að kosta flutning á blótyrðum í Ríkisútvarpinu. Takk.


Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 6704

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband