Nú er þörf á trúvörn kristinna manna, enda hafa árásar á þá og kristna trú farið yfir strikið

Í ljósi afhjúpunar þeirrar sem Morgunblaðið  framkvæmdi á vinnubrögðum og ljótu orðbragði Vantrúar er ljóst, að kristnir menn geta ekki látið allt yfir sig ganga.  Lengi hafa þeir sýnt mikið langlundargeð við árásum á trúna og það sem þeim er heilagt.  Lengi hafa ýmis skáld, leikarar, fræðimenn, stjórnmálamenn og annað áhrifafólk í ýmsum stéttum kastað skít í trú okkar kristinna manna og talið sig meiri menn fyrir bragðið.  Í reynd hafa þeir hins vegar sýnt hugleysi með þessu, vegna þess að þeir vissu að kristnir söfnuðir myndu seint grípa til vopna og verja sig.  Margir hafa talið sig hafa efni á að gera helga dóma kristninnar að aðhlátursefni í augum þjóðarinnar og það í sjálfu ríkissjónvarpinu.  Þetta er sorglegt og ekki til sóma. Á þessu þarf að verða breyting og eins þarf ríkisfjölmiðillinn að gefa þjóðinni frekari upplýsingar um hið fjölbreytta krisntihald sem er í gangi í hinum ýmsu söfnuðum.,Það er ekki nóg að vita allt um enska boltann, fólk vill líka vita hvað er að gerast á sviði heilbrigðrar trúar meðal hinna mörgu kristnu safnaða.

Það að hæða og spotta helga trú er engum til góðs. Það mun óhjákvæmilega rýra gildi kristninnar í augum margra sem þekkja lítið til hlutanna. Það virðist því miður vera markmið sumra. Fjölmiðlar ræða um þessar mundir um lélegt siðferði unga fólksins okkar -lauslæti, ótímabærar þungarnir, fýkniefnaneyslu o. fl. Ef við gerum trúna tortryggilega og hlægilega, þá mun unga fólkið snúa við henni baki. Mun það verða til góðs? Nei. Mér finnst menn varða að gæta orða sinna og athafna þegar þeir gagnrýna okkar heilögu trú. Ef unga fólkið þarfnast einhvers góðs í nestið fyrir framtíðina þá er það boðskapur Jesú Krists.  Hver hefur frekar hvatt til kærleika, miskunnsemi og virðingar fyrir manneskjunni og sýnt það með lífi sínu? Ef þú veist um einhvern annan, láttu mig þá vita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 6724

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband