Færsluflokkur: Evrópumál

Tjáningarfrelsið í hættu?

Er Baldur Kristjánsson, prestur, orðinn mælikvarði Evrópuráðsins á það hvað leyfilegt er að segja hér á landi um menn og málefni? Mér finnst hann, þessi fyrrum skólabróðir minn í guðfræðideild,  vera farinn að setja sig á all háan hest, ef marka má ummæli hans um tjáningarfrelsið á bloggsíðu hans á Eyjunni (titill: "Tjáningarfrelsi böðulsins").  Hann er, að því er mér skilst, fulltrúi Íslands í nefnd á vegum Evrópuráðsins sem standa á vörð um réttindi minnihlutahópa og gæta þess að enginn verði fyrir skorti á umburðarlyndi (hvernig sem það nú er hægt).

Mér finnst skrif hans um þessi mál gefa í skyn að sumir megi segja sína skoðun (þar á meðal hann og hans skoðanabræður) á framkomu og orðum annarra, en tæplega þeir sem eru annarrarr skoðunar. Sé svo, þá er í illt efni komið. Yfirvöld verða að gæta þess hvers konar fulltrúa þau velja í eins vandasamt starf og það að standa vörð um tjáningarfrelsi og mennréttindi. Það verður að vera aðili sem skilur afstöðu og viðhorf allra vel þenkjandi manna sem vilja tjá sig um lifað líf á okkar tímum.  Hann má sjálfur ekki hafa fordóma í garð þeirra sem hann er ósammála, því að þá hefur málið (mennréttindi allra) snúist upp í andhverfu sína, þá er sumum mismunað í þágu annarra. Það eru ekki mannréttindi heldur hlutdrægni.


Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband