Hátíð vonar -eftir á að hyggja

Hátíð vonar er besta og glæsilegasta kristilega mótið sem ég hef nokkru sinni sótt. Þetta segi ég að öllum öðrum ólöstuðum sem ég farið á bæði hér á landi og erlendis. Þetta er auðvitað mín upplifun, út frá því hvar ég hef verið staddur á göngunni með Guði undanfarið. Allt var svo vel gert og hnökralaust. Andrúmsloftið einkenndist af vináttu, gleði og eftirvæntingu. Boðskapurinn var skýr –orð í tíma töluð, engin tæpitunga. Tónlistin og lofgjörðin frábær. Umsjón og stjórnun til fyrirmyndar. Og ekki má gleyma þeim fjölmörgu sem brugðust við boði Franklins Graham að gefast Kristi. Hátíð vonar var og er mikil uppörvun. Takk fyrir mig!

Mótmæli voru viðhöfð eins og allir sáu og heyrðu og tóku borgaryfirvöld meira að segja þátt í þeim, nokkuð sem er hreint furðulegt og óviðeigandi. Lögreglan þurfti meira að segja að hafa vit fyrir borgarráði. En svona er nútíminn og um þetta skal ekki fjölyrða. Guð blessi allt það fólk sem sá ástæðu til að andæfa og gefi því náð til að snúa sér að betri verkefnum. Við kristið fólk ætlum ekki að erfa þetta við forsvarsfólk Samtakanna 78 eða við borgarráð. Við erum fyrst og fremst yfir okkur glöð að hátíðin tókst vel og þúsundir fólks fylltu Laugardalshöllina.

Nú er að byggja ofan á þennan grunn sem Hátíð vonar var. Mér er efst í huga hvatningin sem við fengum á hátíðinni. Hvatningin felst í því að við stóðum öll saman og allir gerðu sitt besta. Skil milli kirkjudeilda og hópa hurfu og við vorum sem eins fjölskylda. Nú þurfum við, fólkið í öllum hinum mörgu söfnuðum sem stóðu að Hátíð vonar, að taka hvatninguna, gleðina og eftirvæntinguna með okkur heim í söfnuðina okkar. Bjóðum það fólk velkomið sem gafst Kristi og gaf í skyn að það vildi fylgja honum. Leitum Guðs með framhaldið og verum opin fyrir leiðsögn hans, hvað við eigum að leggja áherslu á svo að “missum ekki dampinn” en sækjum fram, full af áhuga og dug.

Næsta haust er Kristsdagur á dagskrá. Hann verður, eins og Hátíð vonar, afrakstur af samkirkjulega bænastarfinu í Friðrikskapellu. Sá dagur verður eins konar framhald af Hátíð vonar og þá stefnum við að því að koma saman, fjölmargt trúað fólk úr sem flestum kirkjudeildum, til að halda hátíð, heiðra Krist og biðja fyrir og blessa þjóð okkar. Ég hlakka til og vonandi þú líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband