Gripið frammí í messu hjá mér

Drengurinn horfði á mig galopnum og einlægum augum og sagði hátt or skýrt: "Jesús er bestur!"  Ég var að tala til fólksins í kirkjunni á sunnudaginn var þegar þetta gerðist.  Þetta var ánægjuleg upplifun!  Börnin eru svo einlæg og þeim er svo eðlilegt að trúa því sem er fallegt og gott.  Þá líður þeim vel.

Við þurfum að segja börnunum frá Jesú Kristi, honum "sem gerði gott og græddi alla þá sem voru undirokaðir af djöflinum" eins og segir í Postulasögunni.  Það er málið. Það eru svo mörgum sem líður illa, eru svartsýnir, hafa misst vonina og horfa með kvíða fram á næsta dag.  Það góða við trúna á Jesú er að Jesús er ekki goðsagnapersóna. Hann lifði raunverulegu lífi, dó fyrir syndir okkar og reis upp okkur til lífs og réttlætingar.  Þessi veruleiki gefur fólki von. Jesús, hinn upprisni, lifir ávallt og við getum átt samfélag við hann í bæn og gegnum orð hans.  Þetta hefur gefið lífi mínu tilgang, fyllingu og gleði  ....og bjarta von til að horfast í augu við það sem í vændum er án þess að bugast eða fyllast svartsýni. 

Ég er því sammála drengnum sem hrópaði: "Jesús er bestur!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ímyndað mér að það hafi orðið kátína í kirkjunni við þetta.

Sakarias Ingolfsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:06

2 identicon

Batman er betri

DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 6704

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband