22.8.2013 | 10:45
Ítrekaðar ofsóknir múslima gegn kristnum
Til er stofnun sem kallast International Christian Concern og miðlar upplýsingum um ofsóknir gegn kristnu fólki víða um heim gegnum vefsíðuna persecution.org. Aðstæður kristinnna eru mjög hættulegar víða um heim einkum í múslimalöndunum. Í öllum löndum múslima verður kristið fólk að þola það vera álitið annars flokks borgarar og sums staðar að sæta kúgun og ofbeldi. Á fyrrnefndri vefsíðu er sagt frá því að þúsundir kristinna flóttamanna frá elstu kristnu söfnuðum heims (í Mið-Austurlöndum) hafi upp á síðkastið farið til Kákasuslandanna, Georgíu og Armeníu, til að leita friðar og skjóls. Margt af þessu fólki hafði flúið frá Írak eftir stríðið þar og til Jórdaníu og síðan til Sýrlands og nú er það enn á faraldsfæti.
17. ágúst birtist þessi frétt á fyrrnefndri vefsíðu: ´Alda ofbeldis flæðir yfir Egyptaland. Fjölmargar (dozens) kirkjur hafa orðið fyrir árásum af hendi stuðningsmanna Múhameðs Morsi, forsetans sem herinn steypti af stóli, en þannig m.a. hefna þeir fyrir aðgerðir hersins. Skemmdirnar á kirkjum og húseignum kristins fólks eru hryllilegar ´ Athyglisvert er að kristið fólk og þeirra eigur verða fyrir barðinu á islömsku heittrúarmönnunum, en skv Kóraninum eru múslimar hvattir til ofbeldis gegn kristnu fólki (og gyðingum).
Og 19. ágúst segir á síðunni: "Kristnir Egyptar hvetja fjölmiðla til að segja rétt frá því sem er að gerast í landinu. Nú þegar hafa 1000 manns látið lífið. 48 kirkjur og 160 aðrar kristnar byggingar hafa orðið fyrir árásum. Koptiska kirkjan í Egyptalandi segir: “Við höfnum algjörlega þeim ósannindum sem vestrænir fjölmiðlar hafa sent frá sér og hvetjum þá til að rannsaka staðreyndirnar á hlutlægan hátt, en fréttaflutningur vestrænu fréttastofanna er vatn á myllu þessara róttæku og blóðþyrstu samtaka (islamista), sem vaða fram með eyðileggingu og skemmdarverkum í okkar kæra landi. Við förum fram á að alþjóðlegar- og vestrænar fréttastofur birti af heiðarleika, skiljanlegar, sannar og réttar fréttir af hlutunum.” Vefsíðan segir einnig frá því að meðlimir Múslimska bræðralagsins (sem stóð að árásunum) hafi beitt sjálfvirkum vopnum (hríðskotarifflum) og að lögreglan hafi ekkert gert til að vernda hina kristnu og eigur þeirra.
20. ágúst var tala kirkna, sem orðið hafa árásum, komin í 60 auk árásanna á skóla, heimili, fyrirtæki og jafnvel munaðarleysingjahæli í eigu kristinna. Islamistar hafa merkt kirkjur og kristnar byggingar með X svo að ljóst sé að ráðast eigi á viðkomandi hús. Koptiskur leiðtogi líkir þessu við þjóðernishreinsarnir, en koptar eru 10% egypsku þjóðarinnar og eiga rætur að rekja til frumkristni og höfðu starfað í 600 ár áður en Múhameðstrúarmenn lögðu Egyptaland undir sig. Í einni árásinni á kristna stofnun var fólki nauðgað og nunnur sem þar störfuðu reknar út á götu og neyddar til að fara fyrir göngu ofstopafólks gegnum bæinn. Svo virðist sem margir heittrúar múslimar njóti þess að niðurlægja og misþyrma kristnu fólki.
Eitt er áberandi í fréttum þegar heittrúaðir múslimar láta í sér heyra um kristna menn og menningu vesturlanda, og það er reiði. Svo virðist sem mikil gremja og fyrirlitning búi þar innifyrir. Múslimar telja sig yfirburðafólk sem eitt þekkir hinn eina og sanna Guð og þeir sem kenni annað eða hafni Allah og kenningu Múhameðs (Kóransins) séu annars flokks borgarar, andófsfólk eða hreinir og beinir óvinir Allah. Slíkt fólk á ekkert gott skilið og á þann kost vænstan að taka múhameðstrú, ella sæta mismunun, kúgun og skattlangningu. Er von á góðu þegar viðhorf múslima er þetta til þeirra sem trúa öðru en þeir sjálfir . Afleiðingarnar sjáum við í Egyptalandi dagsins í dag og ýmsum öðrum löndum múslima þar sem farið er eftir bókstaf Kóransins. Guð forði því að islam nái útbreiðslu meðal okkar þjóðar.
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.