Hjónabandið -látum á það reyna.

Vinur minn í útlöndum hefur fengið þau skilaboð frá konu sinni að hún ætli að fara fram á skilnað. Hann er eyðilagður og börnin í sárum. Uppbygging liðinna ára er í hættu. Þetta er ekkert einsdæmi. Og það sem eykur á tregann er, að þetta er trúað fólk. Það ætti að þekkja hvatningu Drottins um að forðast hjónaskilnað í lengstu lög. Við vitum reyndar að Jesús féllst á skilnað ef um um framhjáhald að ræða (en svo er ekki í fyrrnefndu tilfelli að mínu viti). Munum samt að til er nokkuð sem heitir fyrirgefning og sátt.

Krafan um trúnað og að standa við heitin er sterk samkvæmt orðum Jesú Krists og þannig á það að vera í kirkjunni. Við í evangelísku kirkjunum töku þessi orð Jesú ekki svo alvarlega. Það er okkar vandi. Hjónaskilnaður er ekkert grín og dregur stóran dilk á eftir sér, ekki bara sársauka og einmanaleika, heldur einnig í mörgum tilfellum sorg, reiði, togstreitu (sem bitnar ekki síst á börnunum ef þau eru með í myndinni) og biturð auk fjárhagslegs tjóns, vinnutaps og slæms fordæmis fyrir aðra.

Við þurfum að breyta áherslum og hurgarfari okkar: Færast frá frjálslyndi í skilnaðarmálum til meiri fastheldni við orð Jesú hvað þau mál varðar. Það eru engin óumflýjanleg örlög að elta frjálslyndi sem skaðar bæði okkur sjálf, börnin okkar og þjóðfélagið allt.  

Mér finnst mjög alvarlegt mál þegar prestar og kristnir leiðtogar skilja við maka sinn. Ábyrgð okkar er meiri en annarra vegna þeirrar fyrirmyndar sem við eigum að vera í kirkjunni og þjóðfélaginu. Ef prestur heldur framhjá og yfirgefur maka sinn, sendir hann óbeint þau skilaboð til safnaðarins -og annarra líka- að hjónabandið beri ekki að taka ýkja alvarlega. Álit margra í nútímanum er það, að ef ástin (tilfinningin) dofnar eða hefur nánast fjarað út, þá sé rétt að skilja. Þetta er rangt viðhorf að mínu mati. Einmitt þá reynir á "bandið" milli hjónanna -heitin, heilindin, tryggðina og viljann til að gera rétt. Ef við bregðumst við þessum vanda í tæka tíð og á skynsamlegan hátt, tökum að næra og blása lífi í ástina þótt lítil sé, þá eru ótal dæmi þess að hún hefur lifnað við og orðið heit á ný. Við megum ekki gefast upp í fyrstu brekkunni. Og við megum heldur ekki gefast upp í fimmtugustu brekkunni! Við verðum að ná tindinum saman.

Ef svo fer að hjón skilja, þá þarf ekki endilega að ganga í annað hjónaband. Slík endurgifting getur beinlínis verið röng. Og svo er líka til sá möguleiki að búa einn eftir skilnað og ganga ekki í annað hjónaband.

Hjónaband sem heldur, styrkist með tímanum. Reynsla mín er sú að ástin vex með árunum, verður dýpri og sannari og þrautseigari. Þegar þeim áfanga er náð, eigum við sameiginlegan fjársjóð sem við getum notið þegar ellin færist yfir, börnin okkar líka og barnabörnin -og margir aðrir.

Hjónabandið er skóli skapgerðarinn er haft eftir Marteini Lúther. Kannski er réttari þýðing á orðum hans sú að það sé skóli persónuleikans eða nám í siðferðisþreki. Mér finnst vanta úthald og tryggð í mörg sambönd fólks í dag. Fólk reiðist eða móðgast, sárnar og verður biturt -vill ekki fyrirgefa og sættast, og fer sína leið. Fyrr á árum lét fólk miklu oftar reyna á "bandið". Mikið var lagt í sölurnar til að sjá hvort það héldi þótt á reyndi. Trúlega lenda langflest hjón í vanda í hjónabandinu. Það er ekki létt verk að sameina tvo ólíka einstaklinga með ólíkan bakgrunn, uppeldi og lífsvenjur. En ástin getur sigrað allt, ef vilji er fyrir hendi.

Kæru vinir, tökum okkur á í þessum efnum. Látum ekki segja okkur að lausnin sé "bara að skilja". Það er oftast léleg ef nokkur lausn. Í kjölfarið koma ótal vandamál sem geta varað lengi. Hjónabandið lengi lifi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband