Álfar og nýr vegur um Gálgahraun


Allir trúa einhverju. Sumir á Guð, aðrir á náttúruna eða sjálfa sig. Ég heyrði á Bylgjunni í morgun, að kona sem trúir á álfa, segir þá óhressa með að leggja eigi nýjan veg um Gálgahraun og út á Álftanes. Hún sagði þá ekki geta sætt sig við vegarstæðið. Þáttargerðarmennirnir veltu því fyrir sér hvort álfar og trú á þá væri hjátrú eða veruleiki. Sumir trúa því að andar búi í trjám, fjöllum og öðrum náttúrufyrirbrigðum og ef hróflað sé við umræddum hlut, þá sé hætta á ferðum –andinn muni hefna sín og gera manni lífið leitt.

Kristið fólk þarf ekki að óttast neinar vættir né heldur álfa, hvort sem þeir eru til eða ekki. Andar eru vitaskuld til, um það eru mörg dæmi, en ef andar –eða skyldar verur- heimta að fá að búa í klettum eða öðru sem stendur í vegi fyrir því sem má vera mannlífinu til gagns og gleði, eins og beinn og breiður vegur, þá verða andarnir að víkja. Geri þeir kröfu um að eigna sér ákveðinn hól eða klett sem stendur í vegi fyrir bættum samgöngum eða betra mannlífi, þá er það merki um að þar séu á ferð illar vættir eða illir andar. Jesús talaði aldrei um að andar byggju í dauðum hlutum, en hann rak þá hins vegar út af fólki. Ef okkur er spáð hefnd andanna fyrir það eitt að gera jörðina byggilegri og öruggari, þá eigum við ekki að láta undan. Slíkir andar, eða hvað sem það er, eru þá af illum toga og vísa ber kröfu þeirra á bug. Við, kristið fólk, höfum umboð frá Kristi til að vinna bug á illum öndum, binda þá og leysa út (tilkynna) blessun og velferð í staðinn, fólki til góðs.

Þeir sem trúa á Krist þurfa ekki að óttast neinar vættir eða goðmögn –slíkt er tilbúningur manna eða þá illir andar í dulargerfi. Og ef þeir eru það síðarnefnda, þá eigum við ekki að víkja fyrir þeim, en þess í stað helga umrætt svið (land eða hól) Guði og nýta það sem góðir ráðsmenn Guðs góðu sköpunar.

Ég vona að umræddur vegur verði lagður sem fyrst, vegna þess að ég veit af eigin reynslu að núverandi vegur er bæði seinfarinn og hættulegur. Og ekki spillir að leggja veginn um Gálgahraun, þannig getum við betur notið fagurrar nátturu um leið og við ökum um svæðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Já og einhvers staðar las ég í tengslum við þessa frétt að yfir 50% Íslendinga trúir á tilvist álfa.  Það þýðir að stór hluti trúaðra hefur þessa "hjátrú", hvort sem þeir eru kristnir, andatrúar, múslimir, Búddistar eða Hindúasiðar.

Hvað er eiginlega að "grassera" í kollinum á fólki, Friðrik?

Sigurður Rósant, 4.5.2013 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband