9.1.2012 | 18:20
Gott siðferði lifir ekki lengi ef þjóðin afkristnast
Trú á persónulegan Guð, sem stendur ekki á sama um hvernig við lifum, er hvatning til þess að vanda líf sitt og forðast að skaða aðra. Það er ekki nóg að þekkja almennar kurteisisreglur og boðorðin tíu ef maður trúir ekki á Guð. Ef ég veit að ég verð að standa Guði reikningskil á lífi mínu og athöfnum, þá eru miklu meiri líkur á að ég leitist við að lifa siðferðilega góðu lífi, en ef ég er guðleysingi eða trúi á einhvern fjarlægan, ópersónulegan Guð sem er sama um hvernig ég lifi.
Þetta virðast margir ekki hugsa útí. Þeir tala a.m.k. sjaldan um það. Þetta er alvarlegt mál og verulegt áhyggjuefni. Ef unga kynslóðin lærir ekki að "óttast Guð sinn herra" -bera virðingu fyrir boðum Guðs og óttast afleiðingar þess að brjóta þau- þá mun almennu siðferði hnigna smám saman, já, kannski miklu fyrr en við ímyndum okkur. Greinileg merki þessarar þróunar blasa hvarvetna við í þjóðfélagi okkar. Ég ætla ekki að nefna dæmi í þetta sinn, þér koma sjálfum eflaust mörg í hug -fylgstu bara með fjölmiðlunum.
Foreldrar þurfa að kenna börnum sínum að trúa á Jesú Krist -hann er besta siðferðisfyrirmynd sem við eigum á þessari jörð. Það er ótvírætt. Stjórnmálamenn þurfa að móta löggjöfina í anda hans. Fjölmiðlarnir þurfa að bjóða upp á miklu meira af góðu kristilegu efni sem eflir gott siðferði. Ef ekki er minnt á Jesú og kenningu hans og fyrirmynd í fjölmiðlunum og af ráðamönnum, þá munu kristin áhrif dvína og menningunni hraka. Viljum við það? Það mun koma illa niður á okkur sjálfum að ég tali ekki um næstu kynslóðir. Ábyrgðin er okkar sem nú lifum og ráðum. Hugsum um þetta og gerum eitthvað í málinu.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Það mjög mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er sem leggur grunninn að okkar góða siðferði þar sem réttlæti og náungakærleikur er ríkjandi stefna. Ættum við öll að leggja okkur fram við að standa vörð um það því það er alsekki gefið.
Málin eru orðin töluvert flókin þegar menntastofnanir landsins leggja sig fram við að kenna unga fólkinu okkar og þeim sem eldri eru eitthvað allt annað og styðjast við siðfræði eins og t.d. úr bókinni Stefnur og straumar í siðfræði eftir James Rachels. Hann tekur siðfræði úr öllu samhengi við kristnilega menningu og talar í raun mjög ílla um kristni og Biblíuna. Bókin kennir að ekkert sé rétt eða rangt í sjálfum sér og siðferði vestrænna samfélaga eigi fremur rætur að rekja til reglna sem fólk hafi komið sér saman um að fara eftir, þar sem það sé sameiginlegur hagur allra, en ekki sé um að ræða hugmyndir úr Biblíunni nema síður sé. Yfirleitt er unga fólkinu ekki bennt á að þarna sé aðeins um kenningar að ræða en látið svara spuningum eins og þetta séu heilög sannindi og þá um leið talið trú um að við þurfum í raun ekkert á kristinni trú að halda lengur. Að það sé ekki hún sem heldur uppi siðferði þjóðarinnar.
Síðan er siðfræðin sett saman að nýju með hugmyndum um Nytjastefnuna sem kennir að allt sem lítur út fyrir að skapar meiri hamingju umfram óhamingju fyrir einstaklinginn sé réttlætanlegt að framkvæma. Þá þá ekki mikið verið að hugsa um lifandi Guð né hið eilífa líf. Er þetta síðan notað til að renna stoðir undir hugmyndir um að líknardráp sé réttlætanlegt á þessum forsendum sem og margt annað sem óvrðir helgi mannlegs lífs.
Það er afskaplega leitt að svona sé að málum komið hjá menntastofnunum landsins. sem hafa stóru hlutverki að gegna í að móta hugafar ungmenna og almenningur ber mikið traust til. En þær í raun reyna leynt og ljóst grafa undan kristilegri siðferði landsmanna. Er ég í raun ekki undrandi á hvernig staðan er í dag hjá mörgu menntafólki þjóðarinnar þegar svona er í pottinn búið. Takk fyrir að vekja athygli á þessu Friðrik sem og svo mörgu öðru.
Inga Guðrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.