2012 nýtt náðar-ár

Síðstliðið ár var erfitt fyrir flesta kristna söfnuði í landinu. Alls konar slæm mál komu upp og önnur héldu áfram að valda erfiðleikum, mál sem áttu rætur að rekja til bankahrunsins  En nú er komið nýtt ár!   Við skulum ekki horfa um öxl að nauðsynjalausu. Það getur reynst afdrifaríkt eins og var í tilfelli konu Lots og sagt er frá í 1. Mósebók.  Í spádómsbók Jesaja, 43:18 segir Drottinn við leifar Ísraels sem voru að snúa aftur til Jerúsalem úr herleiðingunni til Babýlon: “Hugsið ekki um erfiðleika hins liðna og veltið ekki fyrir ykkur því sem áður var. Takið eftir, ég hef nýtt fyrir stafni! Þarna kemur það! Sjáið þið það ekki?”   Þegar Jesús byrjaði starf sitt kom hann með yfirlýsingu. Niðurlagsorðs hennar eru þau að Guð hafi sent hann ...til að kunngjöra náðarár Drottins. Á náðarári í Ísrael var venjan að gefa mönnum upp skuldir, hjálpa fjölskyldum til að fá aftur land sem þær höfðu misst af einhverjum óviðráðanlegum ástæðum og fleira í þeim dúr.  Það þýddi endurreisn, viðreins, björgun, frelsun úr ánauð og skuldafjötrum.  Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín!  segir í Harmljóðunum. Þau (Harmljóðin)  voru ort þegar Jerúsalem hafði verið lögð í rúst og þjóðin herleidd til Babýlon, þegar öll von virtist út. En ef við snúum okkur til Drottins, áköllum hann, iðrumst og biðjum hann um náð, þá veitir hann náð!  Hann iðrast  þess ekki að gefa okkur náð sína.  Það eru góðar fréttir.  Með þetta í huga skulum við horfa fram á hið nýja ár.  Trúum því að Drottinn vilji örugglega gera nýja og góða hluti í lífi okkar sem einstaklinga, fjölskyldna, kirkju og þjóðar, hluti sem flytja okkur náð hans, velþóknun og blessun.  Guð er góður,  hann er einungis góður.  Treystum því. Þá munum við fá að reyna náð hans í ríkum mæli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband