Eru trúmál bannvara í ríkissjónvarpinu?

Í danska ríkissjónvarpinu var nýlega fróðlegur samtalsþáttur um mikilvæg lífsgildi þar sem fulltrúar nokkurra trúarbragða ræddu málin. Af hverju eru aldrei sýndir slíkir þættir í ríkissjónvarpinu?  Trúmál eru heitu málin  og fólk vill gjarnan heyra um þau fjallað á lifandi og upplýsandi hátt.

Má ekki fjalla um slik mál í sjónvarpinu? Eru þeir sem þar ráða með fóbíu fyrir kristinni trú? Komi fyrir að fjallað sé um kristna trú í sjónvarpinu, þá eru það helst þættir sem gera trúna tortryggilega. Sýnt er frá einhverjum öfgahópum sem allir hneykslast á. Áhrifin af slíku áhorfi er þau að almenningur verður afhuga kristnum söfnuðum sem hafa sannfæringarkraft og vilja að meðlimirnir séu virkir og eigi lifandi trú.  Slíkt er talið öfgar. Það er eitthvað að okkur Íslendingum hvað þetta varðar. Við köstum barninu út með baðvatninu. Það nægir að heyra um voðaverk manna sem segjast vera "kristnir" en drepa síðan saklaust fólk. Áhrifin af slíkum fréttaflutningi er oft sú að fólk fær andúð á þeim sem vitna um trú sína og segjast vilja taka hana alvarlega. Öfgafólk, eins og norski fjöldamorðinginn Breivik er aðeins er aðeins brotabrot af þeim stóra hópi sem telur sig kristið. Mikill meirihluti þeirra sem ég þekki hér á landi, fólki sem vill lifa eftir orðum Jesú Krists, lesa Biblíuna og lifa bænalífi,  eru gott og heiðarlegt fólk. Það er fólk sem vill þjóð sinni vel og lifir heiðarlegu lífi. 

Ríkisfjölmiðlarnir hér þegja yfirleitt um kristilegt starf sem er heiðarlegt, heilbrigt og blessunarríkt en segja frá undantekningum þar sem óheilindi, hræsni eða ofbeldi finnst. Þetta finnst mér ömurlegt og oft hef ég orðið gramur yfir vondum vinnubrögðum ríkisfjölmiðilsins í þessu sambandi. Sagt er frá íþróttum, leiklist, bókmenntum lon og don, en við fáum nær ekkert að frétta af kraftmiklu og lifandi kristilegu starfi.....

Mér finnst við sem erum kristin og viljum starfa í þeim anda, eigum rétt á þvi að frá slíku starfi sé sagt í ríkisfjölmiðlunum, ekki síður en öðru sem telst mannbætandi. Við greiðum háar upphæðir til að reka ríkisútvarpið, en svo er þar ekkert sagt frá öllu þessu góða starfi!  Þetta verður að breytast. Ég hvet allt kristið fólk til að láta í sér heyra og krefjast þess að breyting verða á þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband