Kynnið ykkur "guðlastslögin", þau gætu haft áhrif hér á Íslandi, ef samþykkt yrðu.

Ég rakst á mjög athyglisverða grein á vefsíðunni www.island-israel.is þar sem fjallað var um hin svokölluðu "guðlastslög" sem nú er tekist á um fyrir mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þessi lög eru runnin undan rifjum Sádí-Araba en samkvæmt þeim má ekki gagnrýna neitt í islam nema menn kalli yfir sig refsingu.  Í Sádí-Arabíu er Kóraninn og hefðir islam (m.a. sharíalöggjöfin) grundvöllur allrar löggjafar og nánast alls sem varðar daglegt líf í öllum sínum fjölskúðugleika, allt frá stjórnmálum til þess að aka bíl og borða skinku. Margir strangtrúaðir múslimar sætta sig hvorki við gaganrýni á kenningar Kóransins né heldur lífsmátann sem af honum leiðir. Í mörgum löndum múslima er þeim harðlega refsað sem það gera.

Vegna vaxandi áhrifa múslima á vesturlöndum og hjá S.Þ. ber  æ meira á gagnrýni á lífsviðhorf og lifnaðarhætti strangtrúaðra múslima. Þetta þola Sadí Arabar og aðrar fylgiþjóðir þeirra ekki og því skal reynt að hindra slíka gagnrýni með öllum löglegum ráðum. Til þess ætla þeir að nota "guðlastslögin" verði þau samþykkt.

Ég hvet allt hugsandi fólk til að fara inn á fyrrnefnda vefsíðu www.island-israel.is og kynna sér málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 6775

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband