2.11.2011 | 23:02
Skyldulesning: Ævisaga Goldu Meir, fyrrv. forsætisráðherra Ísraels
Mér finnst að það ætti að vera skyldulesning allra sem fjalla um málin fyrir botni Miðjarðarhafs og deilur Ísraela og Palestínumanna að lesa þessa bók. Í ljósi þess sem ég hef kynnt mér um sögu Gyðinga síðustu 130 árin og aðdraganda þess að þeir tóku í auknum mæli að setjast að í Landinu helga, finnst mér fréttaflutningur af atburðunum þar oft einkennast af vanþekkingu og neikvæðni í garð Ísraelsríkis. Alls konar rangfærslur eru tilfærðar og svo éta menn vitleysurnar hver upp eftir öðrum. Áróðursmeistarar sem tekið hafa stöðu "með" Palestínumönnum og "gegn" Ísrael hafa verið óhemju duglegir og mótað viðhorf mjög margra. Af þessum sökum gætir oft mikillar hlutdrægni sem gerir það að verkum að erfitt er að fjalla á hlutlægan hátt um málið. Væri ekki gott að vinna heimavinnuna og kynna sér málið svolítið betur?
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.