11.2.2014 | 21:43
68 kynslóðin
Ég er einn af 68 kynslóðinni. Skólafélagi minn í framhaldsskóla, þekktur maður, sagði eitt sinn við mig: Ég fór ekki með börnin mín í sunnudagaskóla. Mjög margir foreldrar hafa eflaust einnig látið það ógert. Þetta barst í tal þegar verið var að undirbúa kristintökuhátíðina árið 2000. Þegar ég var barn fóru flestir krakkar, held ég, í sunnudagaskóla eða í KFUM eða KFUK. Sú kynslóð fékk því að stórum hluta að kynnast kristinni trú og höfuðatriðum hennar. Við hjónin fórum með börnin okkar á kristilega fundi meðan þau voru að vaxa úr grasi, en margir jafnaldra minna gerðu það ekki .
Á þessum árum byrjaði stórfelld afkristnun með þjóðinni þ.e. tíma 68 kynslóðarinnar. Þetta er mjög alvarlegt meðal annars vegna þess að ef kynslóðin sem uppi er hverju sinni, fólkið sem er að eiga börn og hasla sér völl í lífinu, tekst ekki að færa börnum sínum trúna, siðfræði hennar og fræðslu, þá er mikil hætta á að sú kynslóð verði ekki kristin nema að verulega litlu leyti. Þau börn sem þannig alast upp vita varla að á jólum minnumst við fæðingar Jesú, á páskum upprisu hans og á hvítasunnu úthellingar Heilags anda og stofnunar kirkjunnar. Kristið siðferði nær heldur ekki til þeirra nema að hluta til. Afleiðingin verður fyrsta stig afkristnunar. Ef svo þau börn sem 68 kynslóðin ól upp, kenna ekki sínum börnum um Jesú Krist og kristinn sið, þá eykst afkristnunin enn hraðar.
Þetta tel ég vera stöðu mála í dag. Ástandið er mjög alvarlegt, ekki bara vegna andlegar velferðar fjölda fólks, heldur líka vegna hættu á að hin mörgu góðu gildi sem fylgt hafa kristninni öld fram af öld gleymist og týnist. Þá stendur eftir ekki-kristin fjölhyggja, þar sem engin allherjar-regla gildir, heldur hver fer sínu fram ef hann getur. Það er ávísun á upplausn og hnignun menningar. Ég vil hvetja ykkur öll til að hugleiða þetta og gera allt sem þið getið til að sporna gegn afkristnuninni með öllum tiltækum góðum ráðum. Foreldrar, farið með börnin ykkar í sunnudagskóla, kirkju eða í kristileg félög. Sýnið þannig ábyrgð og gott fordæmi. Afar og ömmur, gefið barnabörnunum ykkar kristilegar bækur og annað efni sem þau vilja horfa eða hlusta á. Talið við þau um Jesú og trúna á hann. Vöknum af svefni andvaraleysis í þessum efnum. Ef við gerum okkar besta hvert um sig, munu áhrifin skila sér út á meðal hinna mörgu og verða til mikillar blessunar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.