Settu mörk, sjálfum þér og öðrum

Okkur er öllum nauðsynlegt að hafa skýr mörk, bæði hvað varðar okkur sjálf og gagnvart öðrum. Það er ekki gott ef við leyfum öðrum að fara yfir þau mörk sem við í huga okkar höfum sett þeim. Það er á/okkar ábyrgð að þau séu virt. Ef aðrir vilja ráðskast með mig, tíma minn eða annað, þá ber mér að gera draga mig í hlé frá þeim og hugsanlega gera þeim ljóst að þeir hafi gengið of langt. Biðjum Guð og skynsamt fólk að leiðbeina okkur hvar mörkin eru í þessu sambandi. Þú átt þitt líf og Guð ætlar þér að nota það skv. leiðsögn hans og vilja. Þar mega aðrir ekki taka völdin af þér.

Sumt fólk er í þóknunarhlutverki og gjarnan upptekið við að gera öðrum til geðs. Vitaskuld getur það átt rétt á sér, ekki síst gagnvart ungum börnum eða sjúkum ættingjum, en stundum fer þetta út yfir öll eðlileg mörk. Þá verður maður að taka á sig rögg og ákveða hve langt skuli ganga við að þóknast og þjóna öðrum.

Jesús hafði skýr mörk og áform en lagði samt oft lykkju á leið sín til að þjóna fólki og þóknast því. Hann er frábær fyrirmynd hvað þetta varðar. Þar er jafnvægi á hlutunum. Ef við hugum ekki að þessu, er hætt við að við komum ekki í verk því sem við verðum að gera, en eyðum of miklum tíma og kröftum í það sem ekki er nauðsynlegt.

En svo er það hin hliðin: Við sjálf. Við verðum að setja sjálfum okkur mörk. Til dæmis að fara vel með tímann eða annað sem við höfum til ráðstöfunar. Ekki gleyma okkur við tölvuna tímunum saman þegar við ætluðum rétt aðeins að kíkja á netið. Eins það að fara ekki of seint að sofa eða sofa ekki of lengi, borða ekki of mikið eða óhollan mat o.s.f. Það er skrýtið ef ég hef “allt á hreinu” gagnvart öðrum, en leyfi sjálfum mér óreiðu.

Við þurfum að hugleiða þessa hluti –bæði ytri og innri mörk (gagnvart örðum og svo í eigin lífi) og koma reglu þar á ef við höfum verið slöpp og kærulaus. Ef við venjum okkur á skýr mörk í lífi okkar, þá líður okkur betur, við komum meiru í verk og aðrir bera virðingu fyrir okkur. Ef við hins vegar höfum allt “opið” og látum hlutina bara fara svona eða hinsegin, þá verðum við innst inni ófullnægð og vonsvikin og aðrir munu síður bera virðingu fyrir okkur og í framhaldi af því munu þeir hugsanlega fara yfir mörkin og byrja að ráðskast með okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Friðrik. Heilar þakkir.

Jón Valur Jensson, 15.11.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband