10.3.2012 | 23:16
Hefur þú verið “down”?
En hvað gerir þú þegar þú ert leiður og niðurdreginn? Dregur þig hlé? Ferð minna út á meðal fólks og leyfir þér kannski að vera heima og láta vita að þú sért “lasinn”? En það er skammgóður vermir. Þegar ég er að tala um að vera þungur í skapi og niðurdreginn, þá á ég ekki við alvarlegt þunglyndi, við því þurfum við að leita læknis. Nei, ég meina svona almenna vanlíðan þegar lífið gengur ekki eins og við höfðum vonað, t.d. þegar við eigum tæpast fyrir skuldum, þegar okkur er sögð upp vinnan, þegar við missum ástvin, eða bara þegar okkur verður sundurorða við einhvern annan eða verðum fyrir vonbrigðum með framkomu hans.
Ein mikilvægasta þörf kristins trúaðs fólks (ekki síst þegar maður er “down”) er að vera innan um annað kristið fólk þar sem maður fær tækifæri til að tala saman, lofa Guð saman, biðja saman og hlusta á uppövandi boðskap úr Orði Guðs. Það að VERA SAMAN er mjög mikilvægt. Þannig rýfur maður eingangrun sína, beinir athyglinni frá eigin vanlíðan og að einhverju góðu og uppörvandi. Það lyftir manni upp. Maður er manns gaman.
Ég hvet þig, sem líður illa vegna einhverrar erfiðrar reynslu, þig sem ert hnugginn og vonsvikinn, að einangra þig ekki. Farðu í samfélag trúaðra, fáðu fyrirbæn, taktu þátt í lofgjörðinni. Gefðu af þér og gleddu aðra með brosi og hlýju handtaki, einmitt þegar þér finnst þú ekkert hafa að gefa! Ef við gefum örðum eitthvað gott, þá fáum við eitthvað gott! Þannig er það í Guðs ríki. Gefið og yður mun gefið verða, sagði Jesús; og það á líka við jákvætt viðmót og uppörvandi orð.
Lokaorð: Ekki loka þig af. Taktu þig taki. Farðu innan um gott fólk. Gefðu af þér (í trú að þú fáir eitthvað gott í staðinn). Taktu ákvörðun um að vera glaður –vegna Drottins, vegna þess að hann elskar þig, er hjá þér og vill hjálpa þér.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Já alltof oft. Fyrir rúmu ári missti ég föður minn. Það var mjög erfitt því við vorum náin og bjuggum saman mest allt mitt líf. Ég var mjög aum og í ágúst ákvað ég að nota aðferð sem ég hef áður notað til að lækna hjartað mitt. Ég las í Biblíunni reglulega áður en ég fór að sofa og hafði bænastund. Þetta virkaði og mér líður miklu betur þó svo að ég sakni pabba míns. Ég veit að hann er heima hjá Jesú og er heilbrigður. Fullvissan um að pabbi er heima hjá Jesú hjálpar mér mjög mikið.
Guð blessi þig og varðveiti.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2012 kl. 23:38
Þetta hljómar eins og auglýsing frá stórmarkaði. Kannski ekki langt að sækja samlíkinguna. Allt þetta er annars hægt að gera án þess að blanda trú eða kirkju inní málið. Þykistuleikur og yfirborðsmennska, er kannski alveg nógu uppörvandi svo það er líklega betra að leita í eitthvað raunverulegt og sannara en trúarsöfnuði.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2012 kl. 07:13
Trúarleg reynsla er hluti af mannlegu lífi og veruleiki í lífi milljóna manna, það er því ekkert plat. Aðalatriðið er að hverjum trúin beinist og á hverju hún byggist. Kristið fólk trúir á raunverulegan mann, Jesú Krist, sem gekk um og gerði öllum gott sem voru undirokaðir af hinu illa. Svo er hann sá eini sem risið hefur upp frá dauðum "í alvöru" eins og börnin segja. Þess vegna er huggun trúarinnar hjá kristnu fólki ekkert blöff heldur veruleiki sem virkar. Guði sé lof fyrir það.
Friðrik Schram (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 11:21
Ég hef oft hugsað um af hverju Jón Steinar er alltaf mættur ef við bloggum um eitthvað trúarlegt og vill gera okkur hjákátleg og rífa niður allt sem við skrifum? Ef við höfum gert eitthvað á þinn hlut þá vil ég biðjast fyrirgefningar fyrir hönd trúsystkina minna.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2012 kl. 12:31
Sæll Friðrik, ég var að lesa þessa færslu hjá þér og það er spurning sem ég hef fyrir þig. Læknar Kristur ekki í dag? Það er rétt það sem Jón steinar sagði, allt sem þú ert að tala um er hægt að gera einhverstaðar annarsstaðar en í kirkju. Rósa bjargaði þér með þennan pistil að mínu mati, hún bendir fólki á Jesús en þú bendir fólki á annað fólk og svo hús.
Stefan, 13.3.2012 kl. 09:26
Sæl Fen Shu Chung.
Mig langar að segna þér frá kraftaverki og ég trúi því að Jesús læknar í dag eins og hann læknaði mig af flogaveiki fyrir 40 árum. Ég var stödd í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgi. Ég fór fram til fyrirbænar þegar það var boðið uppá fyrirbæn fyrir þá sem voru sjúkir. Margir voru að biðja fyrir mér og á meðan þá fann ég einhvern kraft-straum fara frá höfði og niður eftir öllum líkamanum. Jesús læknaði mig og ég gat eins og aðrir tekið bílpróf þegar ég var 17 ára vegna þess að ég var laus við flogaveiki.
Dýrð sé Guði.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.3.2012 kl. 21:23
Takk Rósa, flottur vitnisburður, það er ekkert sem Drottinn getur ekki læknað.
Stefan, 16.3.2012 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.