19.1.2012 | 20:29
Væntanlegt biskupskjör
Þjóðkirkjan þarf á traustum og friðsömum manni að halda í biskupsembættið. Nóg er komið af átökum. Leggja verður til hliðar deilur um hjúskap og stöðu samkynhneigðra, feminisma og önnur slík tískufyrirbæri. Kirkjan hefur mikilu mikilvægara hlutverki að gegna en að standa í baráttu fyrir minnihlutahópa sem vilja fara annarlegar leiðir og berjast fyrir hlutum sem sum eru í andstöðu við kristna og biblíulega siðfræði og mynd fjölskyldunnar. Nú þarf aðila sem finnur leiðir til að vekja aftur traust fólks á kirkjunni með friðsamlegri, framsækinni og traustvekjandi framkomu.
Deilur um alls konar pólitísk efni og hamagangur til að koma fram einhverjum sérhagsmunamálum kemur ekki að gagni við útbreiðslu trúarinnar. Nú þarf nýtt átak til boðunar hinna sígildu og sönnu grunnatriða trúarinnar -kjarnatriðið sjálfs fangaðarerindinsins um að Jesús er frelsari frá synd og dauða og sá sem kallar okkur til helgunar og til að vera útrétt hönd til friðar og kærleiksverka.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður fróðlegt að sjá hvort að sá sem verður kosinn trúi á annað borð því sem þú kallar "fagnaðarerindið". Ég held nefnilega að meirihluti frambjóðenda geri það ekki!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.1.2012 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.