Jól, hátíðin þegar allir vilja vera góðir, eða hvað?

Ég fór að hugsa um það áðan, hvernig jólin eru öðruvísi en aðrar hátíðir. Þá vilja allir vera góðir við aðra, gleðja þá og vera vingjarnlegir. Eru þetta áhrif frá hinum hrekkjóttu jólasveinum, Grýlu eða Leppalúða? Nei, ég held að enginn sé þeirrar skoðunar. Ég tel að við förum flest nærri því að svarið sé hin fagra og ljúfa saga guðspjalls Lúkasar um fæðingu hins saklausa og góða jólabarns -Jesú frá Nasaret.

Er þetta ekki umhugsunarvert? Hátíð kærleikans er hin kristnu jól. Sólstöðuhátíðin -hin fornu jól heiðinna forfeðra okkar, vekur ekki þessar tilfinningar með okkur. Í þjóðfélagi þeirra manna gilti hefnd og fyrirgefning var ekki "hátt skrifuð". Náðin og sannleikurinn kom hins vegar meðJesú Kristi, segir í jólaguðspjalli Jóhannesar postula Jesú.

Verum þakklát fyrir okkar kristnu trú. Látum gildi hennar -kærleika, miskunnsemi,fyrirgefningu, hógværð, sáttfýsi og virðingu fyrir manneskjunni- svo nokkur séu nefnd "gildna" okkar á meðal. Eflum þau í einkalífinu og í garð annarra, þá verður þjóð okkar áfram kristin og fær að njóta góðra ávaxta af lífi hans sem fæddist í fátækt og hógværð í Betlehem forðum, hann sem var og er Immanúel -Guð okkar á meðal.

Gleðileg jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Gleðileg Jól, já friðurinn og náðin kom með Kristi Jesú.

Aðalbjörn Leifsson, 24.12.2011 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband