Ég átti mér gæðastund í morgun

Ég settist í "Laze-boy"-stólinn minn með Biblíuna við höndina og lét fara vel um mig. Úti gnauðaði norðanvindurinn -ég hálf vorkenndi krummanum spígsporaði uppi á þaki, en hann þolir þetta víst, enda vel af Guði gerður.

Ég las söguna um heimsókn Jesú til systranna í Betaníu, þeirra Mörtu og Maríu. Þið kannist eflaust flest við söguna -Marta var önnum kafin við að gera vel við gestina. Það var ekki lítið mál að fá hátt í 20 manns í heimsókn (Jesú, lærisveinana 12 og aðra nána vini sem oftast fylgdu með).

María (yngri systirin?) gerði eins og ég, settist við fætur Jesú til að hlusta á hann. Marta var alveg að ganga frá sér við matseldina og kvartaði við Jesú og bað hann að áminna Maríu. Af hverju gerði hún það ekki sjálf?!  Jú, við erum gjörn á að kvarta við aðra en þá sem málið kemur við.

Jesú mat stöðuna þannig að það væri miklu mikilvægara fyrir Maríu að fá frið til að hlusta á það sem hann hafði að segja, og gaf í skyn að það sama ætti við um Mörtu. Maður heyrir hann næstum segja: "Marta, hættu þessu umstangi. Sestu heldur hérna hjá Maríu og hlustaðu á það sem ég hef að segja, enda á ég stutt eftir ólifað". Það var einmitt málið. Hann var á leið til Jerúsalem til að verða krossfestur og Jerúsalem var aðeins spölkorn frá Betaníu. "Kaffi og meðððí" var ekki það sem var mikilvægast þessa stundina, að mati Jesú, þótt eflaust væri hann þreyttur og þyrstur.

Höfum þetta í huga á aðventunni, og líka um jólin. Gleymum okkur ekki alveg í öllu "nauðsynlega" umstanginu, því að það er bara eitt sem er NAUÐSYNLEGT: Gefa sér tíma með Guði og leyfa orði hans og áhrifum að næra sál okkar. Þannig fáum við styrk og frið til að takast á öll brýnu verkefnin sem kalla á úr öllum áttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband