1.12.2011 | 17:20
Eigum við einhverja óvini?
Abraham Lincoln var eitt sinn ásakaður fyrir það, að í stað þess að eyða óvinum sínum (í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum), þá gerði hann þá að vinum sínum. Hann svaraði eitthvað á þá leið að hann eyddi óvinunum einmitt með því að gera þá að vinum! Frábært svar sem sýnir hið jákvæða hugarfar Lincolns. Annar góður maður sagði eitt sinn: Ég á enga óvini, aðeins vini sem hafa villst af leið. Í samræmi við það ættum við að leitast við að sættast við óvini okkar og verða vinir þeirra, ef mögulegt er.
Við sjáum á þeim deilum sem nú loga í okkar litla þjóðfélagi, að margt fólk er mjög reitt. Hatrammar glósur eru sendar manna á milli og mörgum er heitt í hamsi. Skýrasta dæmið er umræður og samskipti fólks á Alþingi.
Við, kristið fólk, megum ekki dragast með í þessum ljóta leik. Gætum þess að fyllast ekki fyrirlitningu eða reiði í garð annarra, jafnvel þótt þeir sendi okkur tóninn og kalli okkur öllum illum nöfnum. Í kjölfar neitunar borgarráðs á styrk til viðbyggingar við kirkjuna (Ísl. Kristskirkjan) sem ég þjóna, fékk ég yfir mig háðsglósur og skammir í fjölmiðlum og á bloggsíðum frá ólíklegasta fólki. Sem betur fer las ég minnst af þessu þegar orrarhríðin gekk yfir, en fyrir stuttu gúgglaði ég nafnið mitt og þá komu herlegheitin í ljós!
Skammir, ljót orð og fyrirlitning, sem við verðum fyrir, mega ekki spilla þeirri mynd sem manneskjan hefur í huga okkar. Það fólk sem þannig talar og framkvæmir er þrátt fyrir allt Guðs góða sköpun og okkur ber að virða og láta okkur þykja vænt um allt sem Guð hefur gert. Fyrirgefum ljót orð og hatursfulla framkomu fólks í okkar garð. Lítum á þetta fólk sem fanga illskunnar sem þarf að frelsast, bæði undan neikvæðninni og einnig í kristnum skilningi. Svörum ekki í sömu mynt. Sýnum stillingu, umburðarlyndi og kærleika. Þegar Jesús var krossfestur, bað hann sinn himneska föður að fyrirgefa kvölurum sínum vegna þess að þeir vissu í reynd ekki hvað þeir væru að gera forsmá og kvelja sjálfan son Guðs. Jesús er okkar fyrirmynd hvað þetta varðar.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.