29.10.2011 | 22:28
Gætum okkar á joga. Joga á ekki heima í kirkjunni.
Joga er vegur hindúanna til hjálpræðis. Líkamsæfingar þeirra eru aðeins grein á joga. Þetta veit flest fólk því miður ekki. Það heldur að jogaleikfimi sé meinlausar líkamsæfingar. En málið er ekki svo einfalt. Mjög oft fylgir jogaleikfimi möntrulestur og andleg íhugun -það er bæn hindúa. Leikfimi er ágæt, líka ýmislegt af leikfimi hindúa, og gott getur verið að gera sumar þessara æfinga sem slíkar, en sleppum andlega þættinum. Góðar leikfimisæfingar eru ágætar, en við þurfum ekki á bænum hindúa að halda. Við eigum mikli betri andlega iðkun og kristin bæn er hluti af því. Skoðaðu þjóðfélagið á Indlandi og ástandið þar. Ávöxtur hindúismans -stéttaskiptingin og mannfyrirlitningin sem þar birtist, er ekki eftirsóknarverð.
Snúum okkur að því sem við eigum og hefur reynst vel, kristin trú og bæn, síðan getum við farið í góðar leikifimiæfingar sem víða eru í boði, en látið joga og það sem því fylgir eiga sig. Ef fólk fer í jógaleikfimi, ætti það að sleppa möntrunum og ekki tengjast einhverum kosmiskum kröftum (alheimsandanum að skilningi hindúa) og láta æfingarnar duga. Annars er hætta á að maður opni sig fyrir stórhættulegum áhrifum úr andaveröld hindúismans. Lesið hvað Gunnar Dal hefur um málið að segja í bók sinni "Að elska er að lifa", hann veit um hvað hann er að tala og mælir ekki með joga.
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.