Hvernig leysti Roosevelt vandann í kreppunni miklu?

Ég er þessa dagana að lesa ævisögu Franklins.D. Roosevelt bandaríkjaforseta eftir Gylfa Gröndal. Þar er margt lærdómsríkt að sjá. Roosevelt komst til valda á dögum kreppunnar miklu vestra og tókst að stappa stálinu í þjóðina með undraverðum hætti og reisa við atvinnulífið á tiltölulega stuttum tíma. Nú erum við Íslendingar að dragnast áfram á fjórða ári okkar kreppu og ekki er útlitið gott að mati sérfræðinga. Að sögn Morgunblaðsins flytja 5 manns úr landi dag hvern til að leita betri lífskjara annars staðar.  Þetta gengur ekki. Það verður að losa fólkið úr skuldafjötrunum annars veður hér allt í eymd og volæði næstu árin. Bankarnir eru fullir af peningum en fólkið á vonarvöl.  Svo virðist sem stjórnvöld skorti áræði til að taka vandann föstum tökum og koma atvinnulífinu í gang.  Stöðug og vaxandi skattlagning er eins og köld hönd sem lamar alla hluti og dregur kjark úr fólkinu.   

En aftur að Roosevelt. Væri ekki gagnlegt fyrir ríkisstjórnina að lesa bókina hans Gylfa og rifja upp til hvaða ráða forsetinn greip til að leysa vandann? Hann gekk rösklega til verks og lét ekki harðsvíraða stóreignamenn stoppa sig. Hann hóf margvíslegar framkvæmdir og lögleiddi bætur til atvinnuleysingja og fátækra fjölskyldna. En hann lét fólkið líka vinna þjóðhagslega atvinnubótavinnu svo að það sæti ekki heima í eymd og volæði. Hann setti einnig ný lög varðandi iðnað og viðskipti sem komu að miklu gagni við að stöðva kreppuna.

Hér er ekki rúm til að endursegja ævisögu Roosevelt, en þið stjórnmálamenn, útvegið ykkur þessa bók og lesið ykkur til gagns. Kannski er þar að finna góðar hugmyndir til lausnar vandans sem við nú stöndum í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Roosevelt hafði óbilandi trú á þjóð sína og getu hennar til að bjarga sér, það sama verður hinsvegar ekki sagt um Íslenska stjórnmálamenn sem telja allt of margir að hjálpræðið geti eingöngu komið annarsstaðar frá. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband