23.10.2011 | 11:21
Það verður ánægjulegt að fara til kirkju í dag
Það er fallegur dagur hér í höfuðborginni í dag. Sólin skín og varla hreyfist hár á höfði. Þrestirnir eru önnum kafnir við að týna síðustu reyniberin sem enn hanga á trjánum. Ekki veitir þeim af að safna orku ætli þeir að halda til suðlægari landa og njóta þar mildara veðurfars. Verði þeim að góðu og ég vona að þeim farnist flugið vel og að ég fái að sjá þá á ný að vori.
En meðan þrestirnir safna í sarpinn, undirbý ég mig undir styttri ferð -kirkjuferð. Það verður ánægjulegt að hitta vinina í söfnuðinum, bæði yngri sem eldri og gleðjast með þeim yfir kaffibolla en ekki síst í lofgjörð, bæn og uppbyggingu úr orði Guðs. Í öll þau 60 ár sem ég sótt kirkju eða kristilegt samfélag hef ég notið þess að eiga trúna og vini sem leita Guðs og fylgja Jesú Kristi. Betra hlutskipti er varla til. Það hefur veitt lífi mínu tilgang og gleði. Ég hvet alla til að sækja kirkju þar sem tilbeiðsla, uppfræðsla og gott samfélag er í boði. Það eru verðmæti sem ekki rýrna þótt hrun verði á verðbréfamarkaðinum.
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.