16.10.2011 | 21:18
Ég fór glaður og endurnærður heim úr kirkjunni í dag
Predikunin hans Unnars Erlingssonar, bústjóra á Eyjólfsstöðum á Völlum (á Héraði) var lifleg, skýr og praktísk. Börnin fengu vandaða og skemmtilega fræðslu við sitt hæfi, hver aldurshópur fyrir sig. Geir Ólafs söng af sinni alkunnu snilld amerískan spiritual sem Presley gerði frægan á sínum tíma og líka Amazing Grace sem flestir þekkja. Þá vantaði ekki einlægnina og tilbeiðsluna í söngvana sem Oddur Thorarensen og sönghópur safnaðarins leiddi. Beðið var fyrir innsendum bænarefnum fólks sem er að takast á við veikindi eða annan vanda. Í lokin var svo tækifæri til að fá sér kaffibolla og rabba við heimafólk og gesti.
Það eru mikil forréttindi að eiga svona góðan vinahóp sem maður getur hitt vikulega í kirkjunni. Hin neikvæða umræða um þjóðkirkjuna upp á síðkastið hefur fælt margt fólk frá kristnum kirkjum, en það má ekki gerast. Margir söfnuðir, prestar og annað kirkjufólk er að vinna frábært starf sem vikulega verður þúsundum til blessunar. Ég er í þeim hópi. Guði sé þökk fyrir það.
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.