15.10.2011 | 12:15
Eldfjallið sem átti enga von
Ég fór í fyrrakvöld að sjá kvikmyndina Eldfjall. Hún hefur fengið margar stjörnur í einkunn að því er fram kemur í fjölmiðlum. Vissulega var leikurinn mjög góður hjá aðalleikurunum, en eitt fannst mér alveg vanta í myndina: Vonina. Gamalt máltæki segir: Svo ergist sá er eldist. Það átti sannarlega við um Hannes, aðalpersónuna i myndinni. Mér þótti myndin of hægfara og langdregin og spaugileg atriði voru fá. En það sem mér þótti verst var neikvæðnin og svartsýnin sem bjó í vesalings Hannesi og honum tókst ekki að sigrast á. Vissfulega reyndi Hannes að gera sitt besta, en það vantað þó mikið á.
Ég verð að viðurkenna að ég fór dapur út af þessari mynd. Trúin á Jesú Krist hefur gefið mér von og kjark til að takast á við lífið í rúm 60 ár en slíkan boðskap var tæpast að finna í þessari mynd, því miður. Gildin þrjú sem felast í kristninni: Trú, von og kærleikur, er það sem gefur lífinu lit, veitir styrk til að takast á við erfiða hluti og bregðast við í kærleika. Ef það er eitthvað sem þarf að miðla til nútíma-Íslendinga þá eru að þessi góðu gildi.
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.