Leiðtogakreppa í þjóðkirkjunni?

Frá sumum prestum þjóðkirkjunnar heyrist talað um leiðtogakreppu í þjóðkirkjunni og er þá einkum átt við að séra Karl ráði ekki við biskupshlutverkið. Sumir prestar efna meira að segja til opinberra funda í sinni sóknarkirkju til þess að ræða þessa hluti. Frétt um einn slíkan fund kom í kvöldfréttum Rúv í kvöld (14. okt.). Ef marka má það sem sýnt var og sagt frá fundi þessum, þá andaði hann af gagnrýni á biskupinn og maður gat lesið milli línanna að presturinn sem hélt fundinn væri þeirrar skoðunar. Ef hann sjálfur væri biskup (kannski stefnir hann á embættið), ætli honum þætti þá gaman að heyra af einhverjum presti úti á akrinum sem héldi fund til þess að gagnrýna biskupinn? Og ekki nóg með það, presturinn myndi auk þess láta fréttastofu Ruv vita af fundinum svo að hægt væri að koma gagnrýninni strax til þjóðarinnar og þannig veikja stöðu biskupsins í augum fólks? Þetta finnst mér ljótt. Þjóðkirkjan má síst við því að kynna innri ágreining í fjölmiðlum, nema þá að prestarnir hafi áhuga á að eyðileggja fyrir sjálfum sér og skaða sína eigin kirkju.

Biskupinn er ótvírætt forystumaður þjóðkirkjunnar og mér finnst að prestar hennar eigi að sýna honum sanna virðingu og stuðning. Séra Karl er einlægur og góður maður sem vill gera vel í þessum vandamálum sem komið hafa upp í kjölfar kynferðisafbrota fyrirrennara hans, séra Ólafs Skúlasonar. Þetta er mjög erfitt mál og kirkjan átti síst von á að þurfa að takast á við þennan vanda. Þess vegna var enginn skýr farvegur innan stofnunarinnar þar sem skilgreint var hvernig með þau skyldi fara. Ég trúi því að séra Karl hafi reynt að gera sittt besta í málinu, þótt eflaust sé rétt að hann hefði mátt gera betur. En allir gera mistök og prestar og aðrir verða að gefa honum svigrúm til að læra af mistökum sínum. Þess vænta þeir sjálfir frá öðrum þegar þeir sjálfir gera mistök.

Ég hvet því kollega mína innan þjóðkirkjunnar til að gæta orða sinna, fylkja sér að baki biskupnum, læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið og strengja þess heit að vinna markvisst gegn kynferðislegu ofbeldi og reynar öllu ofbeldi, hverju nafni sem það nefnist.

Sýnum því séra Karli samstöðu og styðjum þjóðkirkj með því að biðja fyrir biskupnum, fyrir einingu presta og samstöðu innan þessarar stærstu kirkjudeildar hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband