6.10.2011 | 21:34
Trúmálin eru heitu málin
Af hverju hafa menn svona sterkar skoðanir þegar kemur að trúmálum? Það er umhugsunarefni. Þau eru meira segja svo "heit" og "hættuleg" að nú er meirihlutinn í Reykjavík búinn að setja á strangt eftirlit með því að kristnar skoðanir skuli ekki kynntar í grunnskólum Reykjavíkur. Þeir kalla slíka kynningu trúboð og trúboð er bannað í skólunum. Því er ég persónulega sammála, en hvar er línan (skilin) milli kynningar og trúboðs? Hún er mjó.
Það læðist að manni sá grunur að meirihlutinn í borgarstjórn álíti kristna trú óæskilega lífsskoðun. En hvað um þá lífsskoðun að trúa ekki á Krist. Er það ekki líka lífsskoðun. Ef ekki má fjalla um kristin trú í skólunum nema þá í skötulíki, þá kemur bara einhver önnur trú eða trúleysi í staðinn. Trúleysi er líka trú og lífsskoðun. Trúleysi er það að trúa ekki á tilvist Guðs. Er það rétthærri skoðun en sú að trúa á Jesú Krist? Ég bara spyr. Er þetta ekki orðið mannréttindamál? Er verið að ryðja skoðanafrelsinu úr vegi og sjá til þess að skoðanir meirihlutans einar skuli blíva?
Já, það eru margar spurningar sem vakna þessa dagana. Umræðan er heit, enda trúmálin heit eins og pólitíkin. En við verðum að gæta sanngirni. Við verðum líka að muna að arfur þjóðar okkar, líka trúararfurinn, er dýrmætur. Það má ekki líta á hann sem einhverja nýjung. Nýjungar verða margar ekki langlífar, og reynast einfaldlega ekki vel. Trú á Jesú Krist, boðbera kærleika og mannvirðingar hefur reynst mörgum vel, öldum saman, einnig okkar þjóð. Og af því að það er reynsla okkar, þá er rétt að unga kynslóðin fái að kynnast þeirri trú. Ég fullyrði að hún sé betri en trúleysið, svona hreint prakstíst séð. Eða hvað finnst þér?
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr!!!
vel mælt!!!
Tinna Björt (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 09:19
Sæll Friðrik og velkominn á bloggið. Jú auðvitað er það lífskoðun. Það verður gaman að fylgjast með því hvaða lífskoðunarfélög fá síðan undanþágu til að viðra skoðanir sínar í skólum
Kristinn Ásgrímsson, 9.10.2011 kl. 09:08
"Já auðvitað er það lífskoðun að trúa ekki" átti að standa hér fyrir ofan í fyrra innleggi.
Kristinn Ásgrímsson, 9.10.2011 kl. 09:11
Ég tek undir þessi greinarskrif þín, Friðrik, og fagna komu þinni á Moggabloggið, þar sem ég vænti góðs af þinni rödd innan um margt það, sem því miður er skvaldrað um á blogginu af vanþekkingu og virðingarleysi gagnvart kristnum sið.
Lifið heilir, Kristinn og Friðrik!
Jón Valur Jensson, 9.10.2011 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.