3.10.2011 | 22:13
Gott hjá Bjarna Benediktssyni
Hann lýsti á þingfundinum í kvöld (sem sjónvarpað var) furðu sinni á því að sumir þingmanna skyldu ekki hafa sótt guðsþjónustuna við þingsetninguna í gær. Hann sagði réttilega að Þetta væri gömul og góð hefð sem rétt væri að viðhalda. Við þetta vil ég bæta: Hvernig getur það skaðað þingmenn að hlusta á góða kristna predikun og syngja uppbyggilega sálma? Í hvorutveggja er að finna það sem getur eflt mannvirðingu og kærleika, réttsýni og heiðarleika og allt þetta er nauðsynlegt til að endurreisa þjóðfélagið úr rústum hrunsins. Telja sumir þingmanna sig ekki þurfa að heyra slíkan boðskap? Og þótt þeir séu ekki í þjóðkirkjunni, geta þeir samt ekki sætt sig við, samstöðunnar vegna, að sækja messuna? Ekki er ég í þjóðkirkjunni, en ég tel þó rétt og gott að þingmenn fari til guðsþjónustu áður en þingið er sett.
Bjarni lét einnig í ljós vonbrigði með þá hótun forsætisráðherra sem hún lét falla á síðasta þingi að hún hafi hugleitt að segja sig úr þjóðkirkjunni. Þetta gerði hún þegar henni líkaði ekki stefna og gjörðir biskups ef ég man rétt. Tengsl þjóðarinnar (og forystu hennar) og þjóðkirkjunnar eru á margan hátt mjög sterk. Með þessum orðum Jóhönnu er hún að senda kristnu fólki kalda kveðju. Tengsl forystu þjóðarinnar og stofnana hennar við kristinn trúararf og viðhorf eru mikilvæg kjölfesta sem ekki má minnka heldur styrkja.
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað ef þingmenn trúa ekki á Guð og son hans Jesú Krist? Eiga þeir samt að mæta til messu? Snýst ekki guðsþjónusta um meira en það, eða er þetta bara hátíðleg umgjörð, umbúðir, skraut?
Skeggi Skaftason, 3.10.2011 kl. 22:44
Já, ég tel þá gera rétt með því að sækja messuna þótt þeir séu ekki trúaðir. Það er hægt að hlusta á það sem maður er ekki fullkomlega sammála. En í kristinni messu er margt sem allir ættu að geta verið sammála um, t.d. það efla hvötina og viljann til að vera góð manneskja.
Friðrik Agnar Ólafsson Schram, 3.10.2011 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.