Færsluflokkur: Menning og listir
1.11.2012 | 15:27
Lestur Biblíunnar
Það er oft vitnað í Biblíuna á Alþingi. Biblían er slíkt öndvegisrit og áhrifavaldur hvað varðar menningu og bókmenntir á vesturlöndum að nauðsynlegt er fyrir þá sem fjalla opinberlega um mannlegt líf og þjóðfélagsmál að þekkja til texta hennar, a.m.k. mikilvægustu hlutanna, þar með talið Fjallræðunnar.
Þeir sem vilja kynnast texta þessarar öndvegisbókar eru stundum í óvissu hvar þeir eiga að byrja lesturinn og síðan hvað lesa skuli í framhaldi af því. Til að hjálpa fólki í þessu sambandi, höfum við í Ísl. Kristskirkjunni útbúið skrá með völdum textum, bæði úr Gamla og Nýja testamentinu. Birtast þeir mánaðarlega á heimasíðu safnaðarins (www.kristskirkjan.is).
Í dag settum við inn á heimasíðuna lestrarskrá fyrir nóvember og hvetjum við ykkur sem hafið hugsað ykkur að hressa upp á minnið hvað varðar biblíutextana að skoða lestrarskrána og notfæra ykkur hana við lesturinn. Sá lestur getur orðið ykkur til fróðleiks og andlegrar uppbyggingar trúi ég. Slóðin er þessi: http://www.kristskirkjan.is/images/stories/bibliulestraraaetlun_nov2012.pdf
23.12.2011 | 23:50
Jól, hátíðin þegar allir vilja vera góðir, eða hvað?
Ég fór að hugsa um það áðan, hvernig jólin eru öðruvísi en aðrar hátíðir. Þá vilja allir vera góðir við aðra, gleðja þá og vera vingjarnlegir. Eru þetta áhrif frá hinum hrekkjóttu jólasveinum, Grýlu eða Leppalúða? Nei, ég held að enginn sé þeirrar skoðunar. Ég tel að við förum flest nærri því að svarið sé hin fagra og ljúfa saga guðspjalls Lúkasar um fæðingu hins saklausa og góða jólabarns -Jesú frá Nasaret.
Er þetta ekki umhugsunarvert? Hátíð kærleikans er hin kristnu jól. Sólstöðuhátíðin -hin fornu jól heiðinna forfeðra okkar, vekur ekki þessar tilfinningar með okkur. Í þjóðfélagi þeirra manna gilti hefnd og fyrirgefning var ekki "hátt skrifuð". Náðin og sannleikurinn kom hins vegar meðJesú Kristi, segir í jólaguðspjalli Jóhannesar postula Jesú.
Verum þakklát fyrir okkar kristnu trú. Látum gildi hennar -kærleika, miskunnsemi,fyrirgefningu, hógværð, sáttfýsi og virðingu fyrir manneskjunni- svo nokkur séu nefnd "gildna" okkar á meðal. Eflum þau í einkalífinu og í garð annarra, þá verður þjóð okkar áfram kristin og fær að njóta góðra ávaxta af lífi hans sem fæddist í fátækt og hógværð í Betlehem forðum, hann sem var og er Immanúel -Guð okkar á meðal.
Gleðileg jól!
Um bloggið
Friðrik Schram
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar