Tjáningarfrelsið í hættu?

Er Baldur Kristjánsson, prestur, orðinn mælikvarði Evrópuráðsins á það hvað leyfilegt er að segja hér á landi um menn og málefni? Mér finnst hann, þessi fyrrum skólabróðir minn í guðfræðideild,  vera farinn að setja sig á all háan hest, ef marka má ummæli hans um tjáningarfrelsið á bloggsíðu hans á Eyjunni (titill: "Tjáningarfrelsi böðulsins").  Hann er, að því er mér skilst, fulltrúi Íslands í nefnd á vegum Evrópuráðsins sem standa á vörð um réttindi minnihlutahópa og gæta þess að enginn verði fyrir skorti á umburðarlyndi (hvernig sem það nú er hægt).

Mér finnst skrif hans um þessi mál gefa í skyn að sumir megi segja sína skoðun (þar á meðal hann og hans skoðanabræður) á framkomu og orðum annarra, en tæplega þeir sem eru annarrarr skoðunar. Sé svo, þá er í illt efni komið. Yfirvöld verða að gæta þess hvers konar fulltrúa þau velja í eins vandasamt starf og það að standa vörð um tjáningarfrelsi og mennréttindi. Það verður að vera aðili sem skilur afstöðu og viðhorf allra vel þenkjandi manna sem vilja tjá sig um lifað líf á okkar tímum.  Hann má sjálfur ekki hafa fordóma í garð þeirra sem hann er ósammála, því að þá hefur málið (mennréttindi allra) snúist upp í andhverfu sína, þá er sumum mismunað í þágu annarra. Það eru ekki mannréttindi heldur hlutdrægni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Baldur er bara gamall veraldarkrati sem lætur þá ídeólógíu sína stjórna orðum sínum fremur en Ritninguna, sbr. nýlegan pistil hans á Eyjunni, þar sem hann vill skera niður Bibliuna og setja inn nýlega texta í staðinn! Og ekki hefur hann skánað með sínum evrókratisma.

.

Um vikalipurð hans fyrir islamista orti ég á nýjustu vefslóð hans á Eyjunni:

.

Sitja má Baldur í þungum þönkum

þrálátt að hugsa um trúna hreina.

Umburðarlyndur hann eys úr tönkum

alvizku sinnar (það mátti þó reyna!),

innleiða vill svo islams sið

í Evrópu'–––en múslimir glotta við.

.

Kær kveðja til þín og þinnar, Friðrik.

Jón Valur Jensson, 22.2.2012 kl. 16:38

2 identicon

Sæll J'on Valur.

Takk fyrir innleggið, vísan er hreint afbragð!

Friðrik Schram (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 16:49

3 identicon

Það er ástæða til að hafa áhyggjur af Baldri, þar sem að hann virðist hafa misst fótanna. Hann heldur greinilega ennþá að moskan sé lítil sæt sveitakirkja svona eins og Strandakirkja þar sem að hann þjónar.

En það er nú ekki þannig:

 Moskan er stjórnaraðsetur samhliða ríkisstjórnar, ríkisstjórnar múslímasamfélagsins. Það er því nær að tala um það í kenningunni um gagnkvæm samskipti að Íslendingar fengju að setja upp stjórnkerfi Íslands í Sádi Arabíu og öðrum Arabalöndum og flytja þangaðinn ,,flóttamenn" sem vildu komast í olíugróðann og flyttu einnig með sér 17. júní og 1. des. eins og gerist með íslenska menningarhætti.

 Ef einhver heldur að ég sé að grínast, prófið þá að lesa eftirfarandi kafla í Kóraninum: 2, 4, 5, 8, 9.

 Guðmundur Franklín orðaði þetta nokkuð vel í dv.is nýlega þegar hann sagði að: ,,Múslímar lifa í öðrum heimi."

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 21:33

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Leitt að lesa þetta með Sr. Baldur.

Flott vísan hjá Jóni Val.

Snorri sagði mér að Dagur hefði verið að skrifa óþverra, hvar finn ég það?

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.2.2012 kl. 00:15

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða Dagur, Rósa?

Jón Valur Jensson, 23.2.2012 kl. 00:27

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Dagur B. Eggertsson

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.2.2012 kl. 00:42

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Dagur B. Eggertsson

http://www.visir.is/segja-samkynhneigd-synd-og-fa-ekki-styrk/article/2011709109943

Kannski var Snorri að tala um þessa grein?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.2.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Friðrik Schram

Höfundur

Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
Guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • fridrikschram 1125153.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband